Skilmálar

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti og eru allar pantanir sem gerðar eru fyrir
klukkan 16 virka daga er hægt að nálgast í verslun sama dag. Ef viðskiptavinur er ekki innan
höfuðborgarsvæðisins er farið með vöruna á flutningsfyrirtæki og það er sent á kostnað móttakanda.
Einnig er hægt að koma og sækja vöruna í verslun okkar að Mörkinni 1-3, 108 Reykjavík eftir að greiðsla
hefur farið fram.
Þegar pöntun hefur verið gerð á mottur.is má reikna með að varan sé komin við viðskiptavins eftir 1-3
daga.
Mottur.is tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim
tilfellum þar sem merkinga er ábótavant mun flutningsfyrirtæki senda pöntuna til baka og lendir tilfallandi
kostnaður á viðskiptavini.
Mottur.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi og gilda afhendingar-, ábyrgðar og
flutningsskilmálar flutningsfyrirtækja um afhendingu vörunnar.
Þegar greitt er með korti fer færslan í gegnum örugga Greiðslusíðu Borgun.is og fær trampolin.is engar
kortaupplýsingar viðskiptavina. Öryggisskilmálar: Upplýsingar um korthafa eru ekki gefnar upp til þriðja
aðila.
Skilafrestur er 14 dagar frá frá kaupdegi. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og/eða enn í
óuppteknum upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.
Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt innan 7 daga og innleggsnóta gefin
út innan 14 daga. Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur tilbaka til okkar. Flutnings- og
póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Þessi ákvæði og skilmálar er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir
íslenskum dómstóli.
Síðan er í eigu og rekin af Titanic ehf., Mörkin 1-3, 108 Reykjavík og er allur texti í eigu Titanic ehf og er
ekki ætlaður til afritunar eða endurbirtingar.